Tryggingar og skilmálar:

Þegar búið er að panta ferð og staðfestingargjald greitt er kominn skuldbindandi samningur á milli aðila. Ef um er að ræða pantanir fyrir hópa skal lagður fram nafnalisti með upplýsingum um vegabréfsnúmer, heimilisfang og netfang og símanúmer. Hægt er að breyta nöfnum á þeim lista áður en ferðin er að fullu greidd án kostnaðar. Eftir að greitt hefur verið fyrir ferðina þarf að greiða kostnað sem af því hlýst.

Greiða þarf staðfestingargjald við bókun annars gæti pöntunin fallið niður. Fullnaðargreiðslu skal vera lokið eigi síðar en 6 vikum fyrir brottför Staðfestingargjald endurgreiðist ekki þó farþegi afturkalli pöntun, óháð ástæðu eða ef ferðaskrifstofan riftir samningi vegna vanefnda farþega.

Verð á ferðum er staðgreiðsluverð og miðast við gengisskráningu evru .                     Uppgefið verð við staðfestingu pöntunar getur breyst í samræmi við breytingar á gengi.     Ferð sem er að fullu greidd tekur þó ekki slíkum verðbreytingum, sé ferð greidd að meiru en hálfu (en þó ekki að fullu) tekur ferðin verðbreytingum að þeim hluta sem er ógreiddur.

Hægt er að afturkalla pöntun ef það er gert minnst átta vikum fyrir brottför eða fyrr. Við slíka afturköllun fæst staðfestingargjald þó ekki endurgreitt. Sé pöntun afturkölluð með skemmri en 24 daga fyrirvara á ferðaskrifstofan kröfu á helming fargjaldsins, sé fyrirvarinn skemmri er allt fargjaldið óafturkræft.

Ef farþegi mætir ekki til brottfarar á réttum tíma eða getur ekki hafið ferðina vegna skorts á gildum ferðaskilríkjum, svo sem vegabréfi, eða af öðrum ástæðum, á hann ekki rétt á endurgreiðslu

Farþegar eru hvattir til að kaupa sér ferða-, slysa/sjúkra- og farangurstryggingu sérstaklega fyrir ferð eða tryggja að slík trygging sé til staðar áður en ferð hefst. Farþegar eru hvattir til hafa samband við sitt tryggingarfélag og athuga hvaða tryggingar eru í gildi, ferða-, slysa/sjúkra og farangurstrygging. Einnig að athuga hvaða tryggingar eru innifaldar í greiðslukortum séu þau notuð við greiðslu. Þá er gott að hafa með gilt Evrópskt sjúkratryggingakort eins og alltaf þegar ferðast er innan Evrópusambandslanda.

Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til að takmarka greiddar skaðabætur í samræmi við þær takmarkanir sem kveðið er á um í landslögum eða alþjóðasamningum.

Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til að takmarka ábyrgð varðandi hugsanlegan kostnað sem gæti hlotist af seinkun á flugi eða öðrum ófyrisjáanlegum ástæðum.

Ferðaskrifstofan gerir ávallt ráð fyrir að farþegar séu heilir heilsu þannig að ekki sé hætta á að þeir valdi öðrum óþægindum eða tefji ferðina vegna sjúkdóms eða veikinda. Ef farþegi veikist eða slasast í ferð ber hann sjálfur ábyrgð á kostnaði sem af því kann að hljótast sem og kostnaði við heimferðina.

Farþegi á ekki rétt til endurgreiðslu þó hann ljúki ekki ferð af þessum ástæðum eða öðrum, sem ferðaskrifstofunni verður ekki  kennt um.

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.

Að öðru leyti er vísað til gildandi reglugerða bæði innanlands og erlendis hvað réttindi farþega varðar.