Ferðatilhögun:

  1. apríl.

Flogið með Wizz air frá Keflavík, kl. 10:30 og lent í Búdapest kl. 16:55 að staðartíma. Hópurinn sóttur og ekið til Zala Springs Golf resort, ferðin tekur u.m.þ.b. 2 klukkustundir.

Innritun í stúdíóin og í framhaldi af því kvöldverður á staðnum sem er innifalinn í verði.

  1. apríl.

Fundur/kynning með starfsmanni/mönnum Zala Springs Golf resort, þar sem farið er yfir það helsta og fólki kynnt ýmislegt varðandi golfvöllinn og aðstöðuna og einnig ýmislegt sem er í boði. Tímasetning kynningarinnar fæst í móttökunni..

Ekki verður íslenskur fararstjóri í ferðinni en eins og áður sagði tekur fulltrúi Zala Springs Golf resort á móti hópunum og svo munu starfsmenn aðstoða fólk á allan hátt, hvort sem það er í sambandi við golfið eða ferðir á aðra staði, bóka veitingastaði og í spa, vínsmökkun og ýmislegt fleira ef áhugi er á.  Einnig eru golfkennarar að sjálfsögðu á staðnum og hægt að fá kennslu og leiðsögn um völlinn ef óskað er.

  1. apríl.

Klukkan 17:00 verður ekið með hópinn til Búdapest, á flugvallarhótelið IBIS styles og gist þar. Flugið til Íslands daginn eftir er mjög snemma eða kl. 7:05 svo gott er að vera á staðnum. IBIS styles hótelið er mjög stutt frá flugstöðinni og meira að segja hægt að ganga yfir.

  1. apríl.

Flogið með Wizz air frá Búdapest kl. 7:05 að staðartíma og lent í Keflavík um kl. 9:45.

Innifalið:

Flug fram og tilbaka, 20 kg. innrituð taska, handfarangurstaska sem er: 55x40x23cm (hámark 10 kg.) og minni taska eða veski sem hægt er að hafa undir sæti.

Golftaska allt að 15 kg er einnig innifalin í verðinu.

Akstur frá flugvelli til Zala Springs Golf Resort við komu og frá Zala Springs Golf Resort við brottför, á flugvallarhótelið IBIS Styles.

Gisting í 2 manna stúdíóherbergjum í Zala Springs með morgunverði.

Ótakmarkað golf í 6 daga, golfkerra og golfbíll (miðað við að tveir deili bíl).

Kvöldverður fyrsta kvöldið.

Gisting á IBIS Styles flugvallarhótelinu við Liszt Ference flugvöll við Búdapest.

Verðið: 249.500 á mann, miðað við að tveir deili stúdíói.

Staðfestingargjald 50.000 á mann, greiðist við bókun.

Eftirstöðvar greiðist í síðasta lagi 6 vikum fyrir brottför.

Zala Springs Golf resort:

Rúmlega 2 ár eru síðan golfvöllurinn í Zala Springs var tekin í notkun, hann er glæsilegur 18 holu völlur, hannaður af  Robert Trent Jones, Jr. Hann hefur hannað meira en 300 golfvelli víðsvegar um heiminn og marga mjög fræga sem hýst hafa helstu golfmót sem haldin eru í heiminum í dag.

Völlurinn er hannaður með það í huga að bæði atvinnumenn og áhugamenn hafi ánægju af að spila á honum. Gott æfingasvæði er á vellinum og einnig er hægt að fá kennslu og leiðsögn.

Klúbbhúsið er mjög flott á tveimur hæðum. Á fyrstu hæðinni er móttaka, lítil golfverslun, veitingastaður (bistro) og bar, falleg verönd fyrir framan með útsýni yfir vatn og út á golfvöllinn. Á annarri hæðinni er veitingastaður með fallegum svölum og flottu útsýni. Þar njóta gestir morgun- og kvöldverðar. Ef golfspilarar hafa áhuga á færir starfsfólkið í Zala Spings þeim veitingar út á golfvöllinn.

Gestir gista í húsi sem er rétt hjá klúbbhúsinu. Gist er í fallegum 2 manna stúdíóíherbergjum/íbúðum  með baði og king size rúmum. Stór flatskjár í öllum herbergjum, minibar og aðstaða til að hita kaffi/te. Verönd eða svalir eru við stúdíóin.

 

Nágrenni Zala Springs Golf resort:

Zaladalurinn og umhverfi hans þykir um margt minna á Toscanahéraðið á Ítalíu. Vínræktarsvæði eru allt um kring, stutt er að Balatonvatni, einu stærsta stöðuvatni í Mið-Evrópu, fallegir bæir í næsta nágrenni svo sem: Hévís og Kesthely.

Í Hévíz er stærsta náttúrulega jarðhita baðsvæði í Evrópu og heilsulind (Spa). Að baða sig í vatninu þykir hafa mjög heilsusamleg áhrif og það er mjög vinsælt bæði á meðal heimamanna og ferðamanna. Hægt er að fá upplýsingar um heilsulindina í Hévíz, í móttökunni í Zala Springs Golf Resort.

Í Hévíz eru nokkrir ágætir veitingastaðir. Við eina götu í bænum eru nokkuð margir vínbúgarðar og hægt er að setjast þar niður, smakka vín hjá bændunum og flestir þeirra eru líka með veitingastaði.

Einnig er hægt að fara til Hévíz og gera góð kaup í ýmsu, svo sem leðurvörum, fallegu handverki og ýmsu fleiru. Verðlag í Ungverjalandi er afar hagstætt ekki bara hvað varðar mat og drykk heldur líka flest allt annað.

Keszthely liggur að Balatonvatni, þar eru líkt og í Hévíz, skemmtilegir veitingastaðir, vínbændur og þar er líka hægt að fara í siglingar á vatninu (hægt að panta og kaupa það í Zala Springs, þurfa minnst að vera 12 manns,) siglingin tekur um það bil 2 klukkustundir. Í Keszthely er ýmislegt að skoða, þar er gömul höll og í henni safn, skemmtilegar götur og litlar og flottar búðir. Strendur eru við Balaton, þannig að ef veður leyfir er hægt að skreppa á ströndina.

Í næsta nágrenni við Zala Springs er þorpið Zalacsány, þar er ágætis ungverskur veitingastaður. Í næsta nágrenni við Zala Springs er einnig Batthyáni Castle hótelið, mjög flottur herragarður. Þar geta gestir Zala Springs farið í Spa, upplýsingar um það fást í klúbbhúsinu í Zala Springs. Á hótelinu er líka að finna glæsilegan veitingastað.

Hægt er að fá allar upplýsingar um hvernig komast má til allra þessara staða og njóta þess sem þeir hafa upp á að bjóða í móttökunni í Zala Springs Golf Resort.

Categories: Ferðir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *