****Vinsamlega athugið að það er uppselt í ferðina að þessu sinni. ****

Í tilefni af því að Ágætisferðir ehf., eru að hefja starfsemi sína ætlum við að bjóða upp á aðventu-, verslunar og skemmtiferð til Búdapest 27. nóvember – 1. desember n.k.

Kynning:
Á þessum tíma árs iðar borgin af lífi sem endranær og mikil stemmning í henni. Jólamarkaðir hafa opnað og þar er hægt að kaupa alls konar handverk, mat, hinar sérstöku strompkökur (sem eru bakaðar yfir eldi), heitt vín sem Ungverjar kalla mullet wine og margt fleira. Einnig eru ýmsar skemmtilegar uppákomur á þessum jólamörkuðum.

Andrássy gata

Jólamarkaður

Þinghúsið í Búdapest

Vörösmarty jólamarkaður

Í  Ungverjalandi er mikil baðhúsa- og spamenning og alveg þess virði að heimsækja eitt af fallegu baðhúsunum í Búdapest.

Gellért baðhús

Gellért baðhús

Szechenyi baðhús

Þá er ótalið hve margt er að skoða í þessari sögufrægu borg. Kastalahæðin með Búdapestkastala, Matthíasarkirkjunni, Fiskimannaturnunum, ótal veitingastöðum og mörgu  fleiru. Þaðan er frábært útsýni yfir Pest-hluta borgarinnar. Stefánsdómkirkjan sem er ein af stærri kirkjum borgarinnar. Þinghúsið sem er það þriðja stærsta í heimi og mjög tilkomu mikið sem og stórkostlega fallegt Óperuhúsið, Hetjutorgið og Géllerthæð, ótal söfn sem dæmi má nefna höfuðstöðvar fyrrum öryggislögreglunnar í Ungverjalandi, Horror house, Spítalann í klettinum, Hospital in the rock, sem er í Kastalahæðinni.

Vadaihunyad kastali

Gellért hæð

Hetju torg

Matthíasar kirkja

Fiskimannaturnarnir – Halaszbastya

Búdapest er ein af ódýrustum borgum í Evrópu og einstaklega gott að versla þar allt milli himins og jarðar, einnig að gera vel við sig í mat og drykk.

Gozdu Udvar

Liszt Ferenc Torg

 

Við ætlum ekki að vera með neinar skipulagðar skoðunarferðir en getum útvegað skoðunarferðir með enskumælandi innlendum leiðsögumanni. Við hyggjumst hins vegar bjóða fólki í gönguferð daginn eftir komuna og sýna því helstu staði í nágrenni við hótelið og í miðbænum, t.d. verslunargötur, stærstu verslunarmiðstöðina, jólamarkaðina.

 

Í stuttum ferðum sem þessari er mikilvægt að nota tímann eins vel og kostur er og eins og áður sagði er mikill ys og þys í Búdapest líkt og öðrum evrópskum borgum á aðventunni. Við hyggjumst því bjóðast til að bóka borð á fyrirfram ákveðna veitingastaði ef fólk vill og munum kynna þá ef áhugi er fyrir hendi. Einnig getum við bókað fyrir fólk í vínsmökkun á huggulegum stað innan miðborgarinnar ef menn hafa áhuga á slíku.

 

Ferðatilhögun
Flogið verður með Wizz air til Búdapest 27. nóv. kl. 11:55 og lent í Búdapest kl. 17:10 að staðartíma.

Flogið heim til Íslands 1. des. kl. 7:20 að morgni og lent í Keflavík. 11:10 að staðartíma.

Gist verður á K+K Hotel Opera, 4* hóteli, mjög vel staðsettu í miðbænum, örstutt frá Óperuhúsinu.

Verð:

Flug fram og tilbaka, Classic herbergi með morgunverði og ferðir til og frá flugvelli: 81.900 á mann.

Flug fram og tilbaka, Delux herbergi með morgunverði og ferðir til og frá flugvelli: 90.800 á mann.

 

Við ætlum að reyna að bjóða góða og persónulega þjónustu svo allir geti notið ferðarinnar.

 

Allar frekari upplýsingar eru veittar gegnum PM á Facebooksíðu okkar, með e-maili: agaetisferdir@agaetisferdir.is og í síma: 695-9344

Categories: Ferðir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *